149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:36]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég skal viðurkenna að þegar ég var að undirbúa andsvarið rétt áðan hafði ég í huga þá staðreynd að hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir var í salnum. Ég vildi gjarnan nota þetta tækifæri til að kalla eftir viðbrögðum hennar við þeirri umfjöllun sem grein hennar sem birtist í Morgunblaðinu í gær hefur fengið hér. Því miður hefur ekki sést alllengi til Vilhjálms Árnasonar hérna en kannski mun seinna gefast tækifæri til að eiga viðræður við hann.

Í grein Bryndísar er setning sem mig langar að bera undir hv. þingmann. Hún túlkar skilaboð auglýsingar þar sem eru ljósmyndir af ungu fólki sem áskorun til þingmanna um að tryggja að Ísland verði áfram frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag. Hvaða tilefni telur hv. þingmaður til þess að (Forseti hringir.) standa að slíkri áskorun ef túlkun hv. þingmanns er rétt, sem ég leyfi mér að draga í efa?