149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:49]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það vekur athygli að í því skjali sem nú hefur verið dreift meðal þingmanna og sýnist vera drög að reglugerð, sem verður þá væntanlega gefin út af hæstv. iðnaðarráðherra þegar þar að kemur, um gildistöku reglugerðar nr. 713/2009, en eins og menn þekkja er það umdeildasta gerðin í þessum orkupakka. Einnig má nefna reglugerð 714 og eins hefur verið nefndur d-liður í 37. gr. tilskipunar nr. 72/2009. Hér er sýnt hvernig á að standa að innleiðingu reglugerðar 713. Þetta er allt með hefðbundnum hætti. En þó vil ég vekja athygli á því að þetta er gert með reglugerð, gefin út af ráðherra, en ekki með lögum.