149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:58]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu er maður áhyggjufullur yfir því þegar kemur síðan að orkupakka fjögur. Ég er alveg sannfærður um að þá verða talpunktarnir frá Evrópusambandinu á þá leið að við verðum að hjálpa Evrópusambandinu og Evrópubúum í loftslagsmálum og við þurfum að flytja til þeirra hreina orku. Þannig að maður sér alveg fyrir sér hvernig þetta verður, það er fyrst og fremst þetta markaðssvæði, að allir verði að taka þátt í því. Og þá er, eins og hv. þingmaður nefndi réttilega, hreina orkan okkar komin í þennan pott.

Við höfum séð að búið er að teikna upp kort þar sem strengur er frá Íslandi til Evrópu. Það er búið að stimpla þetta, hvort það er stimplað af Brussel eða öðrum. Það er örugglega gert og verður að vera gert með vitund og vilja íslenskra stjórnvalda, sem sýnir að við erum svo mikilvæg Evrópusambandinu vegna þessarar hreinu orku sem við eigum, hún verður æ verðmætari í augum Evrópusambandsins og þess vegna leggur Evrópusambandið svo mikla áherslu á að við innleiðum (Forseti hringir.) þennan pakka vegna þess að hann er undirbúningur að öllu því sem koma skal, að við flytjum okkar hreinu orku til Evrópu.