149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:16]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Já, það er það sem maður hefur upplifað í þessari umræðu, að raunverulega sé norska þjóðin, svona eftir því sem maður upplifir frá Íslendingum sem hafa verið í miklum samskiptum við okkur og eru búsettir í Noregi, að fólk sé vongott um það í Noregi að Ísland standi í lappirnar vegna þess að samningsstaða Noregs varðandi þessa innleiðingu hafi verið veikari heldur en Íslands þar sem þeir hafa verið tengdir áður, þeir hafi áður verið tengdir. Það hefur verið erfiðara fyrir Noreg í sameiginlegu EES-nefndinni að setja slíka fyrirvara þar. En það gæti bjargað fyrir horn ef Ísland myndi standa í lappirnar vegna þess að innleiðingin tekur ekki gildi ef öll ríkin gera það ekki, enda skuli þau tala einum rómi. Telur hv. þingmaður að þetta geti verið rétt mat hjá mér?