149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:01]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eitt af því sem mælir með því að fresta þessum málum öllum til haustsins er að varðandi þennan lista sem kallaður er og IceLink-verkefnið er á er minn skilningur sá að hann sé uppfærður einu sinni á ári og að það sé að hausti. Það eru þá enn ein rökin í púkkið hvað það varðar að fresta málinu í heild sinni til haustsins og sjá með hvaða hætti þessi atriði hafa þróast. Menn hlaupa ekki frá verkefnum sem þeir hafa komist inn í eins og þetta sem eru hæf til að njóta ríkisstyrkja upp á verulegar upphæðir, menn sleppa ekki takinu á slíku möglunarlaust. Ég held að það sé alveg ljóst en við sjáum þetta í haust ef ég skil rétt að listinn sé uppfærður þá.