149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:12]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni fyrir spurninguna. Hann nefndi andvaraleysi stjórnvalda á fyrri stigum. Það ætti ekki að leiða til þess að stjórnvöld síðar gætu ekki farið til baka. Það er eðlilegasti hlutur í heimi. Ríkisstjórnir koma og ríkisstjórnir fara, ný ríkisstjórn tekur við og sér að eitthvað er ekki æskilegt að innleiða hér á landi einhverra hluta vegna, eins og í þessu tilviki, og þá er eðlilegasti hlutur í heimi að hún fari til baka til sameiginlegu EES-nefndarinnar og biðji um þær undanþágur sem henni finnst henta.

Af hverju gerðu menn það ekki? Ég held að menn hafi bara ekki áttað sig á þessu eða haldið að þetta ætti alls ekki við og þá væri langur tími þangað til reyndi á þetta. Menn létu þetta fljóta fram hjá sér.