149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:40]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Það er annað atriði sem gleymist oft í umræðunni en ég ætla að reyna koma hér inn á. Það er sá iðnaður sem byggist upp í kringum þessi öflugustu fyrirtæki landsins, hvort sem það eru stóriðjufyrirtækin eða öflug fyrirtæki í sjávarútvegi. Við þekkjum þróunina sem orðið hefur, tækniþróun í sjávarútveginum, og hve mörg öflug fyrirtæki hafa orðið til á á grundvelli hennar. Það sama gerist í kringum stóriðjuna og álverin. Það er ótrúlegur fjöldi af mjög góðum fyrirtækjum sem byggst hafa upp við að þjónusta þessa starfsemi, margir í fararbroddi á heimsvísu þótt litlir séu í samhengi hlutanna. En þessi öflugu fyrirtæki þurfum við að verja og styðja við rétt eins og þau stærri.