149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:15]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni fyrir andsvarið. Jú, auðvitað væri stjórnvöldum sæmst að gera það og gera gangskör að því að koma hreint og beint fram við almenning í landinu sem raunverulega hefur valdið en fól þessu fólki að stjórna um sinn. Það kann að breytast. Að upplýsa fólk og leikmenn um hvað felst raunverulega í þessu hlýtur að vera skylda hvers manns sem tekur að sér að fara með völd í samfélagi sem þessu. Og að ætla að halda því fram að það sé einhver svona nálgun sem sé vart hægt að taka mark á hjá þeim virtu fræðimönnum, Stefáni Má Stefánssyni og Friðriki Árna Friðrikssyni Hirst, (Forseti hringir.) sem hafa varað við því, alvarlega, (Forseti hringir.) en samt sem áður þannig að eftir er tekið að fara þessa leið, (Forseti hringir.) það tel ég vera mistök.

(Forseti (BHar): Forseti minnir hv. þingmenn á að virða tímamörkin.)