149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:23]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að þessir fyrirvarar séu algjörlega og eingöngu til heimabrúks og sannfærist því meir sem ég ver meiri tíma í að kanna forsendur þeirra. Það er svo skrýtið að þeir sem harðast hafa gengið fram í að fylgja þeim fyrirvörum úr hlaði sjást ekkert í þingsal til að taka þá umræðu. Mér þætti afar vænt um að fá það fólk í ræðu, í ræðustól, þannig að við gætum spurt það og fengið svör við spurningum okkar.

En í sögulegu samhengi er gaman að rifja upp að undir ofríki, eins og ég tel að þetta sé, skilaði já Þjóðverjum Versala-samningunum sem skuldbundu þá til að greiða stríðsskaðabætur (Forseti hringir.) frá stríðslokum fram til ársins 1984 eftir að úr (Forseti hringir.) höndum þeirra voru tekin bæði Rínar- og Ruhr-héruðin, sem voru iðnaðarhéruð (Forseti hringir.) Þjóðverja og héldu þjóðinni á floti. (Forseti hringir.) Hvað hafðist upp úr því? (Forseti hringir.) Seinni heimsstyrjöldin.