149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:44]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Svo ég beri nú blak af Sjálfstæðisflokknum er hann að hluta til í mjög slæmum félagsskap. Hann er í erfiðu sambandi. Hann hefur greinilega í upphafi vegferðar í þeirri ríkisstjórn sem nú situr látið allt of mikið af hendi fyrir ekki neitt, en getur ekki slitið sambúðinni eða treystir sér ekki til þess, og lætur þess vegna leiða sig út í hverja ófæruna af annarri, samanber þetta mál og það að taka að fullu undir marxíska tilburði heilbrigðisráðherrans í heilbrigðismálum. Þetta lætur flokkurinn allt yfir sig ganga. Og það er skiljanlegt að almennir flokksmenn sem maður hittir á Austurvelli og á götum úti standi og vitni og segi: Ég geti ekki kosið flokkinn minn lengur. Það er bara ekki hægt eftir áratugi. Trúnaðarmenn flokksins sem maður hefur hitt treysta sér ekki til að standa (Forseti hringir.) með flokknum sínum lengur. Það er náttúrlega sorglegt fyrir flokkinn, en auðvitað ratar þetta fólk þá í þann hóp sem það treystir til að standa (Forseti hringir.) í lappirnar í erfiðum málum.