149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:05]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Eina skýringin sem ég finn á þeirri sérkennilegu staðreynd er sú að einhvers staðar hafi verið tekin ákvörðun um að menn ætluðu sér að keyra þetta í gegn, ætluðu sér að klára þetta, sama hvað kæmi í ljós, sama hversu vel væri útskýrt að það væri innan marka samningsins að leita lausna, lögformlegra lausna, sama hversu margt nýtt kæmi í ljós í umræðunni eins og það hefur svo sannarlega gert. Norsku fyrirvararnir, fjórði orkupakkinn og til að mynda það sem ég var að lýsa hér áðan um Kýpur. Telji menn mig ekki fara rétt með eða að einhvers staðar sé hægt að bæta ýsingu á þeirri atburðarás, það kann vel að vera, þá vildi ég óska að menn kæmu hingað upp og útskýrðu það fyrir mér. Það myndi hjálpa mér og okkur að átta okkur betur á málinu og í þessu tilviki þessu raundæmi sem getur veitt okkur Íslendingum innsýn í afleiðingar þriðja orkupakkans. En nei, það eru engin (Forseti hringir.) svör, engar ábendingar, engin viðbrögð.