149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:19]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, þetta er nú eitt af sérkennilegri dæmum hvað varðar viljaleysi stjórnarflokkanna til að þiggja ráð þeirra sem þekkja málin best. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið kallaður faðir EES-samningsins, þannig að þetta líkist kannski því að einhver taki upp á því að rífast við mann sem hefði skrifað handbók, leiðarvísi, um tiltekið mál, og segjast vita þetta allt miklu betur, þ.e. vita betur hvað standi raunverulega í leiðarvísinum, ekki hafa aðra skoðun en lýst sé í leiðarvísinum heldur vita miklu betur hvað orðin í leiðarvísinum þýða. Þetta er auðvitað enn eitt dæmið um í hvers konar ógöngum ríkisstjórnin er lent við að reyna að rökstyðja að þinginu beri að innleiða þriðja orkupakkann.