149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:52]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er einkennilegt að ríkisstjórnarflokkarnir og þeir sem eru að vinna að þessu máli, nefndin og allir þeir sem koma að málinu, skuli ekki nýta sér þá þekkingu og reynslu sem okkar margir hverjir ágætu alþingismenn og ráðherrar hafa á því sviði. Ég nefndi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, ég vitnaði í umsögn Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Síðan hafa fleiri fyrrverandi ráðherrar lýst andstöðu sinni við þennan orkupakka og haft margt fram að færa. Ég myndi segja að það væru vankantar á málinu að við skyldum ekki (Forseti hringir.) hafa nýtt okkur reynslu og þekkingu þessara (Forseti hringir.) ágætu stjórnmálamanna hvað þetta varðar.