149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:07]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Jú, eins og ég sé málið er, með því að svara væntingum og byggja enn frekar undir þær og gera þær svo með lögleiðingunni að lögmætum væntingum, enn aukið á þrýstinginn sem er á málið. Hafi verið þrýstingur áður en þessi þingsályktunartillaga kom fram hefur hann aukist um allan helming eftir að flutningsmenn tillögunnar, og þeir sem hafa verið fylgismenn hennar, hafa flutt ræður þess efnis.

Að það sé jákvætt að fjarlægja hindranir — það má vera að svo sé í einhverjum skilningi í meginlandsumhverfi, þ.e. í meginlandshugmyndafræði Evrópusambandsins. En það er það ekki hér á Íslandi. Það er mín skoðun.