149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:13]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Eftir það er maður kannski enn þá meira hissa í framan yfir því að íslensk stjórnvöld skuli ekki hafa gripið á það ráð sem þarna er lagt fram. Svo illa er maður innrættur að manni datt nú helst í hug að þessi góði fræðimaður og prófessor hefði verið fenginn hingað til Íslands beinlínis í því augnamiði að skjóta okkur Íslendingum skelk í bringu og draga úr okkur kjark í þessu máli. Víst er að styttri útgáfan af greinargerð hans sem haldið hefur verið mjög á lofti, drepur mjög á þann ótta og þá hræðslu og að Evrópusambandið verði hið reiðasta og við skuldum Norðmönnum einhvern greiða eða eitthvað slíkt.

En eftir þennan lestur verður manni æ óskiljanlegra (Forseti hringir.) af hverju ríkisstjórnin tekur ekki á sig rögg og setur þennan fyrirvara. Mig langar að fá að heyra álit þingmannsins á því.