149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:30]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við höfum ekki ítrekað verið að spyrja hæstv. forseta út í ferðir hæstv. utanríkisráðherra. Við höfum einfaldlega gert ráð fyrir því að virðulegur forseti gerði þær ráðstafanir sem við báðum um fyrir a.m.k. hálfum sólarhring, held ég, og grennslaðist fyrir um hvar hæstv. utanríkisráðherra er staddur á jarðarkringlunni og hvort ekki sé möguleiki á því að hann skili sér hingað í hús til að svara þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem við höfum lagt fram eða bregðast við þeim fjölmörgu nýju sjónarhornum sem þessi umræða hefur leitt í ljós.

Við getum ekki leitt umræðuna til lykta án þess að ráðherrann sem leggur málið fram (Forseti hringir.) bregðist við þeim upplýsingum sem hafa verið að dúkka upp í umræðunni.