149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir að forseti skuli gefa þessa meldingu um að mönnum verði gefinn ívið rýmri tími til undirbúnings fyrir nefndafundi í dag en í gær. Ég verð þó að segja að sporin hræða örlítið í þessum efnum án þess að dýpra sé farið í hvað átt er við í þeim efnum.

Mig langar til að biðja hæstv. forseta, af því að nú er það ekki þannig að forseti reikni með því að mælendaskrá tæmist, hvort hæstv. forseti er ekki bara tilbúinn til þess að gefa okkur upp tímasetningu með einhverjum örlitlum skekkjumörkum hversu lengi hann sér fyrir sér að halda fundinum gangandi. Það gæti haft áhrif á skipulag einhverra þingmanna á því hvernig þeir hátta næstu klukkutímunum. Ég vil bara beina þessu í allri vinsemd til forseta.