149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:56]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Forseti. Það sem hv. þingmaður nefndi er enn eitt dæmið um það hversu mikilvæg þessi umræða hefur verið í því að leiða okkur fyrir sjónir nýjar staðreyndir. Áliti Carls Baudenbachers hefur verið stillt þannig upp af stjórnvöldum, með samantekt þeirra, að það segði í raun eitthvað allt annað. En þarna kemur þetta skýrt fram. Það kemur skýrt fram frá manninum sem hæstv. utanríkisráðherra réð til að skrifa fyrir sig álitsgerð, að það sé skaðlaust, valdi ekki nokkrum einasta skaða, að nýta þetta ákvæði samningsins og vísa málinu aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. — Hví þá ekki að gera það? Það er allt sem mælir með því en ég hef ekki enn heyrt rök sem mæla gegn því.