149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:58]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur svo sem ekki upplýsingar í höndum um ferðir utanríkisráðherra en eins og þekkt er ferðast utanríkisráðherrar gjarnan mikið til útlanda og forseti hefur ástæðu til að ætla að hæstv. utanríkisráðherra sé í útlöndunum. Það þýðir að sjálfsögðu að þá gegnir ráðherra sem hér er heima fyrir hann. Séu óskir um að sá sem fer með utanríkisráðuneytið og gegnir því í fjarveru utanríkisráðherra komi til umræðunnar er sjálfsagt mál að gera hæstv. ráðherra viðvart um að hans nærveru sé óskað.

Ef ég skil hv. þingmann þannig skal ég gera það. Að öðru leyti má benda á, eins og gjarnan er gert við þessar aðstæður, að málið er nú á forræði þingsins. Það er ekkert síður kannski formaður viðkomandi þingnefndar og framsögumaður meiri hluta sem á þá að vera til staðar og svara fyrir afstöðu hans.