149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:05]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur þær viðbótarupplýsingar að hæstv. utanríkisráðherra er í burtu, hann er í útlöndum og einhver af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins gegnir fyrir hann. Samkvæmt hefð og venju verður þeirri ósk komið á framfæri við þann sem gegnir fyrir hönd ráðherra að nærveru hans sé óskað. Að öðru leyti mun forseti ekki aðhafast umfram það.

Ég tel óskir svona seint undir umræðunni um að kalla til forsætisráðherra eða þess vegna aðra séu ekki það réttmætar að ástæða sé til að bregðast við af þeim sökum. Ég vek athygli á því að þessi umræða hefur nú staðið yfir 60 klukkustundir. Þar af hafa þingmenn Miðflokksins talað í tæpar 50 þannig að óskir af þessu tagi, sem algengar eru við upphaf umræðu, eru auðvitað mjög seint fram komnar.