149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti var að vísa til nýframkominna óska um að aðrir ráðherrar, sem alls ekki fara með málaflokkinn, yrðu kallaðir hér til og þær óskir kallar forseti seint fram komnar (BergÓ: Ég skildi …) — á kannski 61. klukkustund umræðunnar, að blanda inn í málið ráðherra sem alls ekki fer með það.

Forseti fór einnig yfir það, sem er algerlega hefðbundið og alveg eðlilegt, að menn óski nærveru þess ráðherra sem fer með málaflokkinn og þá er reynt að verða við því eða að menn vilji eiga orðastað við þann nefndarformann eða talsmann meiri hluta sem fer fyrir afstöðu í málinu. (Gripið fram í: Þær óskir …) Það eru ríkar þingvenjur en óskir umfram það eru meira svona til að skemmta forseta, að hann telur.

En forseti hefur heyrt hvað hv. þingmenn segja og þetta verður skoðað.