149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:50]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Varðandi þennan samning og ástæður fyrirvaranna þá hefur því verið haldið fram, m.a. af flutningsmanni meirihlutaálits hv. utanríkismálanefndar, að mikil pólitísk óvissa muni ríkja ef við förum ekki þessa leið, ef við förum aftur fyrir sameiginlegu EES-nefndina. Við gætum jafnvel verið rekin úr EES-samstarfinu.

Í 97. gr. samningsins sjálfs segir: „Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði.“ Hvað þýðir það á samningamáli? Það þýðir að það skuli vera jafnt á komið með aðilum þegar samið er, þ.e. að samningar skuli ekki framkvæmdir eða þeim skuli ekki náð fram undir þvingunum eða hótunum. Slíkir samningar almennt í samningarétti teljast ógildir. (Forseti hringir.)

Ég þarf eiginlega talað meira um þetta, en ég bið hv. þingmann um að bregðast við þessu.