149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:59]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil gefa stjórnarliðum fullt tækifæri, frú forseti, til að koma hér og skýra fyrirvarann betur út og benda okkur á hann. Það má vel vera að þetta sé einhvers staðar að finna og sé hugsanlega á leiðinni og ég vil auðvitað gefa þeim fullt tækifæri til að benda okkur á hvar það er.

Ég er búin að ræða um a.m.k. fimm ábendingar stjórnarliða um hvar þennan fyrirvara sé að finna. Ég get ekki séð, og hef rökstutt það, að neinn af þessum fimm fyrirvörum hafi nokkurt gildi þjóðréttarlega svo að óhætt sé að innleiða orkutilskipun Evrópusambandsins og aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af honum. En ég vil gefa stjórnarliðum fullt tækifæri til að benda okkur á hvar hann er að finna.