149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:25]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég ætla að halda áfram þar sem frá var horfið um þessa lagalegu fyrirvara sem við höfum verið að auglýsa eftir og lítið verið um svör. Menn hafa verið missaga, eins og sagt er í lögreglunni, svo sannarlega.

Ef þessir lagalegu fyrirvarar standast ekki eins og við höfum verið halda fram, herra forseti, hvað gerist þá? Munu þeir hafa eitthvert þjóðréttarlegt gildi, þ.e. ef upp kemur ágreiningur, ef upp koma einhver mál eða eitthvað reynir á orkutilskipunina, einhver fer fyrir dómstóla eða eitthvað slíkt, hvernig sem það nú verður í framtíðinni: Hefur þetta þá eitthvert þjóðréttarlegt gildi? Auðvitað ekki. Auðvitað hefur þetta ekkert gildi. Þetta verður bara hreinsað út af borðinu.