149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:49]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Mikið er þetta nú lélegt hjá hv. þingmönnum hins flokksins, samtryggingarflokksins, að treysta sér varla inn í salinn, hvað þá í ræðu, hvað þá til að rökstyðja mál sitt, heldur hanga frammi í eldhúsi, spjalla þar sín á milli, fylgjast ekkert með umræðunni en stökkva svo í viðtal með digurbarkalegar yfirlýsingar vitandi ekkert hvað hefur verið að gerast í þingsalnum. Þetta er lélegt, herra forseti. Nú hvet ég forseta til að reyna að fá þetta fólk til að mæta hingað og taka þátt í umræðunni, standa fyrir máli sínu á þessum vettvangi en ekki hanga frammi í eldhúsi að baktala menn sín á milli eða í fjölmiðlum.