149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:26]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég verð þess áskynja að það gætir ákveðinnar biturðar í máli hv. þingmanns, og vonar um leið og það gætir vonleysis. Þingmaður hefur staðið hér í ræðustóli Alþingis og barist eins og ljón fyrir því að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um að málið verði gaumgæft frekar á óyggjandi gögnum, rökum, ræðum, álitum, viðaukum, reglugerðum og lögum — á haldbærum upplýsingum sem hægt væri að styðjast við. En á sama tíma gætir vonleysis um að nokkur leið sé til að fá stjórnvöld að þessu borði þó ekki væri nema til að sýna þjóðinni þá lágmarkskurteisi að hlusta — einhverjar eru ástæður þess að við höfum tvö eyru en einn munn.

Hvernig upplifir hv. þingmaður vilja þjóðarinnar nú eftir að þessi umræða hefur staðið yfir í — hvað er þetta orðið langt, hæstv. forseti?

(Forseti (BN): Forseti er ekki alveg með það á hreinu. )

Við finnum út úr því í næstu ræðu.