Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:36]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir svarið. Þetta er nefnilega risastórt mál. Það að skoða málin í stærra samhengi og til lengri framtíðar er gríðarlega mikilvægt.

Ég mun koma aðeins inn á það í næstu ræðu minni að það er ekki hægt og raunar óhugsandi að taka afstöðu í máli sem þessu án þess að skoða þessi mál öll ofan í grunninn. Að skoða orkupakka þrjú einan og sér og taka lagalegu fyrirvaranna og segja: Þetta er bara allt í lagi, þetta skiptir engu, þetta er algert núllmál, er í besta falli, ég veit ekki hvaða orð ég á að leyfa mér að nota, einföldun á málinu. Við eigum allt undir þessari hreinu, endurnýjanlegu orku.