149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:45]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Forseti. Ég kom stuttlega inn á einmitt þetta hér áðan en átti eftir að útfæra þá hugsun nánar og koma henni til skila.

Það er einfaldlega staðreynd að markmiðið með sameiginlegu evrópsku orkukerfi og þriðja orkupakkanum er að orkan fari öll í einn pott og svo sé tekið úr þeim potti. Þegar sú verður orðin raunin raungerist í rauninni það sem við erum þegar farin að sjá á pappír, eða sem afleiðingu af þessum svokölluðu syndaaflausnum eða aflátsbréfum, þar sem því er haldið fram að Íslendingar kaupi orku sem framleidd er með kolabruna. Við vitum að það ekki rétt og það vita allir að það er ekki rétt. Þetta er einhvers konar blekkingaleikur, eins og svo margt af því sem tengist þessum orkupakka.

En þegar orkan væri raunverulega öll orðin samantengd og færi í einn pott væri þetta ekki lengur blekking. Þá væri þetta bara raunveruleg lýsing á því hvaðan orkan kemur.