149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:58]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að fara varlega í greiningarnar er Sjálfstæðisflokkinn varðar enn um sinn. Eins og margir þekkja þá er flokkurinn mér kær, þó að ég sé ekki lengur í honum, augljóslega, og vil honum allt hið besta. Ég held að þessi greining — það er ekki bara fyrrverandi formaður flokksins, Davíð Oddsson, sem hefur með mjög ákveðnum hætti varað við þróuninni hvað varðar stefnumörkun flokksins í orkumálunum og fleiri málum, heldur hefur annar fyrrverandi formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, í rauninni gert enn verr, hann gerir flokknum enn meiri óleik með því að kalla þá vegferð lofsverðar blekkingar sem flokkurinn er á núna með þessari fyrirvaraleið sinni. Það getur vart talist vera annað en (Forseti hringir.) fullkomin niðurlæging í garð Sjálfstæðisflokksins.