149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:59]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er alveg rétt. Líkt og ég sagði hér fyrr þá virðist það hafa verið eitthvert mottó hjá þeim sem eru við stjórnvölinn á Alþingi að bíða eftir því að Miðflokksfólkið guggnaði og hætti við, dragi sig í hlé. En það er einfaldlega ekki í boði, því að hagsmunirnir eru svo stórir og viljinn sem við skynjum er svo og sterkur. Það verður náttúrlega koma fram í umræðunni að sá vilji sem Styrmir talar um í sínum pistil frá því í gær hefur birst okkur í öllum þeim skeytasendingum og stuðningskveðjum og brýningum sem við höfum fengið um að halda þessu máli vakandi og halda því áfram þangað til yfir lýkur. Og að sjálfsögðu getum við ekki annað gert en að bregðast við því eins og við erum að gera. Síðan er annað fólk sem tjáir sig ekki hér en hleypur í tíu-fréttir sjónvarpsins með sleggjudóma og skítkast. Það væri betur komið hér að ræða við okkur.