149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:55]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ánægður að heyra að það sé samhljómur milli okkar þingmanna hvað þetta varðar, rétt eins og það var ákveðinn samhljómur milli mín og hv. þm. Bergþórs Ólafssonar varðandi áhyggjur hans sem sneru að erindi mínu hér.

Hv. þm. Jón Þór Þorvaldsson undirstrikar einmitt það sem ég var að reyna að koma inn á og byrjaður að ræða, og hefði vonandi bætt við sjálfur ef mér hefði unnist tími til, sem er það að afleidd störf eða þær tekjur sem skila sér af framleiðslu orkunnar hér, einni og sér, eru mjög takmarkaðar.

Það kann að vera einhver Guðjón húsvörður sem er í einhverju stöðvarhúsi eða sér um að fylgjast með þar sem sæstrengurinn er tengdur við landið, en skatttekjurnar sem hann skilar eru hverfandi í heildarmyndinni.