149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:28]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ef ég skil hv. þingmann rétt, og hann ætlar að koma inn á það í síðara andsvari, er í lok álitsins einhvers konar framsetning sem er til þess fallin að valda einhverjum ótta eða rökstyðja að allt gæti farið á versta veg með þennan samning ef við förum ekki þá leið sem ríkisstjórnin leggur til. Að því leytinu til hefur maður haft svolitlar áhyggjur af því að þarna séu lagðar ákveðnar línur, þ.e. sem ríkisstjórnin hefur haft áhyggjur af sjálf og lagt svo upp með, þegar viðkomandi hefur verið ráðinn í það verkefni að semja þessa álitsgerð, að fyrir liggi ákveðnar upplýsingar sem eru þess eðlis að álitsgjafinn telur rétt að þær séu innan borðs líka.

Nú er ég ekki að segja að ríkisstjórnin hafi sagt þessum ráðgjafa fyrir verkum, en það er nú einu sinni þannig í svona vinnu að þegar viðkomandi er ráðinn í verkefni setjast menn náttúrlega niður og viðkomandi er sagt hverjar helstu áherslurnar eru sem sá sem kaupir álitið leggur áherslu á að komi fram.

Ef hv. þingmaður gæti kannski aðeins farið nánar út í það. Það væri (Forseti hringir.) fróðlegt að heyra það.