149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[06:23]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þarna kom hv. þingmaður inn á umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar meta fulltrúar sveitarfélagsins það sem svo að meginlandshugmyndafræði Evrópu, 550 milljóna manna markaðarins, eigi ekki við norður í Skagafirði. Og skyldi nú engan undra. Aðstæður eru afar ólíkar. Það sem er svo sláandi í þessu öllu saman er að allir sem eru á móti innleiðingunni virðast hafa kynnt sér málið út frá þeirri forsendu að skoða málið til framtíðar, ekki bara út frá orkupakka þrjú, heldur hvað kunni að fylgja í kjölfarið í bráð og lengd. Niðurstaðan (Forseti hringir.) er sú að við eigum að hafna orkupakkanum.