149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[07:48]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Málið er alveg orðið ljóst. Hinum lagalega fyrirvara er ætlað, hvernig svo sem hann kemur til með að líta út, að bæta það upp að innleiðing á þessum orkupakka stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar. Það er meginniðurstaðan í áliti Friðriks Árna og Stefáns Más; honum er ætlað að gera það með einhvers konar frestun. En við höfum enga lögfræðilega álitsgerð séð um þjóðréttarlegt gildi slíks fyrirvara ef og þegar hann finnst, þannig að það væri ábyrgðarhluti að samþykkja þetta mál áður en slík lögfræðileg álitsgerð liggur fyrir um þann þátt.

En hinu, herra forseti, verður ekki bjargað, afleiðingunum sem þeir hafa rakið sem lúta að því að erlendir aðilar fái hér a.m.k. óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og nýtingu orkuauðlinda íslensku þjóðarinnar.