149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[08:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, þetta er einmitt það sem maður hefur verið að hafa áhyggjur af. Nú hafa verið leiddar líkur og rök að því að fyrirvarar þeir sem við höfum gert núna við innleiðingu þessa orkupakka séu aldeilis ómögulegir, standist ekki lágmarkskröfur. Því verður maður að spyrja líka, verandi jafnvel í þeirri stöðu að Norðmenn séu búnir að henda þessu máli út hjá sér gegnum stjórnlagadómstólinn og við úti í eyðimörkinni með ónýta fyrirvara í höndunum, er þá ekki hætta á því að við gætum orðið fyrir jafnvel skaðabótakröfum o.s.frv. út af því flaustri sem þetta mál er afgreitt í?