149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[08:04]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna.

Það er alveg morgunljóst, orðið alveg deginum ljósara, hv. þingmaður. Fyrir augum okkar höfum við hráakjötsmálið og ef við lítum til lögskýringargagna, sem oft og tíðum eru dómafordæmi — og dómafordæmi fjalla, það er svolítið áhugavert, um það að dómendur eru þá með dómum sínum að leiðbeina löggjafanum um hvað hann skuli gera þegar löggjafinn hefur gert mistök í því sem hann ætlaði sér, þ.e. að lögin hafi ekki náð því markmiði sem ætlað var með lagasetningum. Hráakjötsmálið er akkúrat dæmi um það. Löggjafinn ætlaði sér að setja fyrirvara sem myndi halda en hann hélt ekki. Dómarnir eru fallnir, bæði í EFTA og svo hér heima á Íslandi. Og það verður ekki öðruvísi á það litið (Forseti hringir.) en að þar sé verið að leiðbeina löggjafanum að gera ekki þessi mistök (Forseti hringir.) aftur og því síður í mikilsverðari (Forseti hringir.) málum.