149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[08:18]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Já, herra forseti. Þetta er eiginlega undarlegri málflutningur en maður umfaðmar á skömmum tíma. Það virðist vera þannig að sumir þessara ágætu þingmanna haldi að maður geti bæði átt kökuna og étið hana en eins og dæmin sanna þá er það ekki hægt. Það er líka með miklum ólíkindum, eins og ég hef áður sagt, að við skulum vera komin þetta langt með málið. Við erum komin þetta langt með málið þegar það fer að skýrast, þegar málið fær alvöruumræðu, að fyrirvararnir eru gagnslausir, löglausir og samt á að keyra málið áfram.

Ég segi bara við hv. þingmann: Ábyrgð þessa fólks er mikil. Hún er mjög mikil. Og, eins og ég hef sagt áður, vona ég svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér um þetta mál.