149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:11]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Áður en forseti hleypir mönnum að í andsvör tekur hann undir með hv. þingmanni; eins og hér má sjá er hæstv. utanríkisráðherra kominn í salinn og getur verið með okkur um sinn. Ég hvet því hv. þingmenn sem hafa haft á því orð að þeir hafi áhuga á að leggja fyrir hann spurningar, að nýta tækifærið. Hæstv. ráðherra bregst við eftir atvikum með því að safna saman spurningum og flytja ræðu eða bregðast við með andsvörum.

(ÞorS: Við viljum greiða fyrir því að nýta tímann meðan utanríkisráðherra er með okkur.)

Forseti tekur við þeirri tilkynningu að fallið er frá andsvörum. (Gripið fram í.) — Fellur frá orðinu.

Það er forseta svo sem alveg að meinalausu að allir falli frá orðinu því að þá væri umræðunni lokið.