149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:04]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er staðan sem kemur upp ef við förum okkar lögformlegu leið og förum með orkupakkann fyrir sameiginlegu EES-nefndina. Það kom fram í ræðu ráðherra fyrr í dag að hann virtist viðurkenna, að mér fannst, að hann hefði rætt við viðkomandi embættismenn. Þar með ætti hann væntanlega að geta upplýst okkur hvers konar viðbragða er að vænta af hálfu þessara aðila, sérstaklega í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um skilning á stöðu Íslands, ef við förum með málið í heild sinni fyrir sameiginlega EES-nefndina.