149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:09]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að lesa aðeins meira úr þessum texta Styrmis Gunnarssonar. Hann rifjar reyndar upp fleiri mistök Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum eins og að breyta stefnu flokksins gagnvart ESB og hrökklast til baka með það, stuðningur sumra þingmanna við Icesave og þátttaka í blekkingarleiknum um aðildarumsóknina í mars 2015. En Styrmir segir eftirfarandi, með leyfi forseta:

„Afleiðing þess sem nú er að gerast á Alþingi er að stórir hópar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins treysta núverandi þingmönnum ekki lengur. Það er alvarlegt.“

Í framhaldi af þessu spyr ég: Ætlar hæstv. utanríkisráðherra að halda til streitu að fara fram með þetta mál sem við erum að ræða hér núna í andstöðu (Forseti hringir.) við sína eigin flokksmenn ofan á það að 62% þjóðarinnar eru á móti þessu máli?