149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

beiðni um frestun dagskrármáls.

[20:17]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Ég vek athygli forseta á því að nú er hafin þriggja ára afmælisfögnuður stjórnmálaflokksins Viðreisnar. Það hefur verið viðtekin venja í þinginu að sýna flokkunum þá virðingu að þegar þeir eru með formlega atburði, ég tala nú ekki um formlegan gleðskap, sé ekki þingfundur um leið, enda er ljóst t.d. í þessu tilviki að hv. þingmenn Viðreisnar hljóta að vilja mæta hingað og fylgjast með umræðum. Því er dálítið sérkennilegt ef það er ætlun forseta að víkja frá þessari áralöngu hefð.