149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:43]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Forseti vill bara árétta að í andsvari skal beina máli að ræðumanni en ekki öðrum.

Forseti skynjaði það að hv. 3. þm. Norðaust. sýndi einhver merki um að vilja fara í andsvar en metur það nokkurs ef hv. þingmannahópur tekur tillit til orða forseta frá því fyrr í dag og nýtir sér andsvör sparlega. Málið er óneitanlega orðið kunnugt og vel rætt í hátt á sjöunda tug klukkustunda. En ef hv. þingmaður óskar eftir því að fara í andsvar verður það heimilað.