149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:58]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég móttek það sem forseti hefur sagt um að halda sig við ræðutímann sem skammtaðar er og við munum að sjálfsögðu gera það eftir fremsta megni. Það sem við erum að gera hér er að við erum að reyna að leiða til lykta þetta grafalvarlega mál. Þar sem ég veit að það eru fyrirsvarsmenn þeirra sem sitja í ríkisstjórn í húsi verð ég að fara fram á það við hæstv. forseta að hann hlutist til um að fólk sinni þingskyldu sinni og mæti á þingfund og sitji hann.

Varðandi hitt að hér hafi verið talað í drykklanga stund langar mig að benda á það að u.þ.b. 70% umræðunnar, sem staðið hefur yfir í tæpar 70 klukkustundir, hafa farið fram að nóttu til eða utan hefðbundins fundartíma þannig að trauðla er hægt að halda því fram að hallað sé á aðra þingmenn með því.

Ég óska eftir því, herra forseti, að hér verði (Forseti hringir.) menn kallaðir inn í umræðuna sem ábyrgð bera.