149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:41]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég skal nýta ræðutíma minn til að bregðast við ummælum hæstv. forseta um athugasemdir við viðveru hæstv. utanríkisráðherra hér. En mér þykir ákaflega sérkennilegt að heyra hvernig hæstv. forseti stillir málum upp. Það er hæstv. forseti sem hefur dagskrárvaldið hér í þinginu. Við erum búin að margbjóðast til að hleypa hvaða málum hér á dagskrá sem hæstv. forseti vill ræða, en í stað þess að þiggja það hefur forseti slegið öll fyrri met í því að láta þingið starfa að næturlagi og fram á morgun. Ég hef verulegar áhyggjur af því að starfsfólk Alþingis þurfi að vinna við þessar aðstæður og hvet því forseta til að líta til þess að þessar aðferðir hans hafa þveröfug áhrif við það sem hann ætlar sér, að því er virðist, með þess háttar framgöngu.