149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla að fullyrða hér og nú að við þingmenn Miðflokksins kunnum auðvitað vel að meta það að forseti hefur lengt hér fundartíma. Það er hins vegar þannig að þessi langi fundartími hefur í sjálfu sér ekki truflað annan fundartíma Alþingis vegna þess að líkt og í kvöld og í gær erum við að funda á degi þar sem ekki var gert ráð fyrir þingfundi. Af þeim 80 klukkutímum sem forseti minntist á áðan eru líklega 60–65, myndi ég áætla, utan hefðbundins þingfundatíma þannig að við höfum ekki í sjálfu sér verið að trufla hinn eiginlega þingfundatíma sem Alþingi hefur. En ég vildi bara koma hingað upp og segja að við metum það við forseta að hann hefur gefið okkur tækifæri til að tjá okkur ríkulega um þetta mál.