149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:40]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Andsvörum er lokið. Forseti vekur athygli á því að brátt vantar klukkuna stundarfjórðung í tvö. Nóttin er ung, íslensk vornótt alltumlykjandi. Hvað sem því líður þá er fram undan tímamótaræða. Það er 30. ræða þingmannsins. Til máls tekur hv. 10. þingmaður Reykv. s. og flytur sína 30. ræðu í þessu dagskrármáli sem við höfum kallað þriðja orkupakkann.