149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:50]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Þetta leikhús fáránleikans hefur hér náð nýjum hæðum. Ég held að hv. þingmenn Miðflokksins, sem hafa haldið þinginu í þessum umræðum fram á nætur dag eftir dag, ættu að skammast sín fyrir að vera að draga starfsfólk Alþingis, sem hefur þurft að hlaupa eftir þeirra eigin duttlungum, inn í þessa umræðu. Það er ekkert, forseti, sem skýrir betur afstöðu hv. þingmanna Miðflokksins í þessu máli en orð hv. þm. Bergþórs Ólasonar um að hér sé verið að reyna að knýja þá til uppgjafar.

Í hvaða sandkassaleik erum við, forseti? Við erum á Alþingi Íslendinga þar sem við ræðum um mál og náum fram lýðræðislegum vilja með atkvæðagreiðslu. Það er fullkomlega í höndum hv. þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum.