149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:01]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að taka undir orð hv. þm. Birgis Þórarinssonar. Ég þekki sjálfur eiginlega ekkert annað en að vinna vaktavinnu. Ég er alinn upp í sveit og þar voru teknar skorpur, sem var hinn eðlilegasti hlutur. En sl. rúmlega 20 ár hef ég unnið óreglulega vaktavinnu og þar kemur inn tímamismunur og líka annað. Ég veigra mér ekkert við því. En hins vegar hníga öll skynsemisrök að því að hafa samt sem áður skipulag á hlutunum, hvort sem verið er að moka skurð eða gera eitthvað annað.

Ég kalla eftir því enn og aftur að fyrir það fyrsta taki forseti tillit til bæði þess fólks sem vinnur á Alþingi og heilbrigðrar skynsemi í skipulagi á tíma og upplýsi um það hversu lengi fundur á að standa og hvert skipulag og fyrirkomulag mála verði hér eftir.