149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:36]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Ég beindi athugasemdum til hæstv. forseta sem hann hefur ekki svarað, m.a. um það hversu slæm tímastjórnun er rekin hér af hálfu hæstv. forseta, ekki hvað síst í ljósi þess að það segir sig eiginlega sjálft að umræða sem fer fram á tímum sem þessum kallar á að hún sé ítrekuð og farið betur yfir hana aftur þegar fólk hefur tækifæri til að fylgjast með henni. Það virðist vera farið að líta svo út að hæstv. forseti, kannski ekki sá sem nú situr en hæstv. forseti Alþingis, telji að jafnvel lög gildi ekki þegar þingmenn Miðflokksins eiga í hlut.

Getur verið að hæstv. forseti ímyndi sér að þingmenn Miðflokksins láti undan fantaskap? Hvað í samskiptum hæstv. forseta Alþingis við þingmenn Miðflokksins fær hann til að halda að þeir þingmenn láti undan fantaskap?