149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:30]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Fleiri hafa ekki óskað eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta sem vill árétta að umræður hafa staðið lengi. Nú er kominn bjartur og heiður dagur og nú er hægt að halda umræðu áfram í björtu. Það var nokkur eftirspurn eftir því.

Fjórir hv. þingmenn eru á mælendaskrá. Ef vilji hv. Miðflokksþingmanna stendur til þess að ljúka umræðunni er það mögulegt með skjótum hætti þannig að það raski ekki afmælisfagnaði Sjálfstæðismanna. Að öðru leyti munum við halda umræðunni áfram enn um sinn. Forseti vill þó taka fram að það verður ekki gert svo lengi að hv. þingmenn sem boðið er til afmælisfagnaðar nái ekki þeim viðburði.